Skip to content

Færslur í flokknum ‘Kosningakerfi erlendis’

Oct 14 19

Kosningahermir kynntur

Höfundur: Þorkell Helgason

Þróaður hefur verið hugbúnaður, kosningahermir, til prófunar á eiginleikum og gæðum kosningakerfa. Þetta er verkfæri til að kanna mismunandi skipan kjördæma og með hinum ýmsu úthlutunaraðferðum.

Hægt er að fræðast nánar um herminn með því að renna yfir þessar glærur: Kosningakerfishermir kynning oktober 2019

 

Með herminum má prófa hugmyndir um fyrirkomulag kosninga á grundvelli raunverulegra kosningaúrslita en ekki síður með tilbúnum hendingakenndum úrslitum sem fengnar eru með  tölfræðilegum hætti.

Kostir og gallar hvers kerfis eru mældir á ýmsan hátt, t.d. því hve hlutfallsleg úrslitin eru eða hvort jöfnunarsæti riðla um of úthlutun innan hvers kjördæmis.

Hugbúnaðurinn er ekki sérsniðinn … lesa áfram »

May 12 16

Bessastaðir og borgarstjóri Lundúna

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. maí 2016 svo og á visir.is undir heitinu “Bessastaðir og Mansion House”; sjá http://www.visir.is/bessastadir-og-mansion-house/article/2016160519728. Hér er hún birt lítillega breytt, einkum í ljósi þess að mér var bent á að borgarstjórinn umræddi byggi ekki í Mansion House! ]

Hvað er sameiginlegt með þessu tvennu? Það eitt að kosið er almennum kosningum til ábúðar á Bessastöðum og til forsætis Lundúnaborgar. En það er þó gjörólíkt hvernig menn komast til valda á þessum tveimur stöðum. Framundan er að velja næsta bónda á Bessastöðum. Það verður gert með svokallaðri meirihlutakosningu. Sá vinnur sem flest fær atkvæðin, óháð … lesa áfram »

May 8 14

Kjörheftir kjósendur

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 7. maí 2014.]

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Ímyndum okkur að kosningakerfið væri þannig að á kjörseðlinum stæðu einungis nöfn flokka en engir væru frambjóðendurnir. Að kosningum loknum væri það hlutverk flokkanna sjálfra að velja fulltrúa til að skipa þau sæti sem kæmu í hvers hlut.

Varla þætti okkur þetta lýðræðislegt fyrirkomulag? En þannig er kerfið í raun. Hjá þeim sem kjósa utan kjörfundar er „kjörseðillinn“ meira að segja autt blað. Kjósendur sem kjósa fyrir kjördag vita lengst af ekki einu sinni hvaða flokkar eru í framboði. En jafnvel þótt kosið sé á kjördegi stendur … lesa áfram »

Nov 19 12

Ákvæði um kosningar til þjóðþinga í stjórnarskrám Norðurlanda

Höfundur: Þorkell Helgason

Í eftirfarandi skjali er að finna kosningaákvæði í stjórnarskrám Norðurlanda í samanburði við frv. stjórnlagaráðs og dæmi stjórnlaganefndar. Athyglisvert er hve mismunadi ítarleg ákvæðin eru. Sjá II ítarefni Kosningakerfi Norðurlanda (augljós afritunarskekkja leiðrétt 3. des. 2012).… lesa áfram »

Nov 19 12

Um persónukjör í Bremen og Hamborg

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þýsku borgríkjunum Bremen og Hamborg var lögum um kosningar til borgarþinga gjörbreytt fyrir kosningar á árinu 2011. Tekið upp mjög virkt persónukjör þar sem hver kjósandi fer með 5 krossa í hverri einstakri kosningu (í kjördæmi eða í landskjöri).  Áhrifin urðu umtalsverð, þannig að fjarri fór að allir þeir hafi náð kjöri sem skipuðu vinningssæti flokkanna.  Ýmsir gallar eru þó á kerfunum sem væri auðvelt að laga.

Þessu öllu er nánar lýst í þessu skjali: I ítarefni BremenHamburg 31 okt 2012 lesa áfram »

Sep 4 12

Eiga fjöll og firnindi að hafa kosningarétt?

Höfundur: Þorkell Helgason

Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið landlægt á Íslandi frá upphafi kosninga til Alþingis. Mynd I sýnir hvernig þetta misvægi hefur verið, mælt með tvennum hætti.

image

Misvægið er þannig mælt að fundið er hlutfallið milli tölu kjósenda að baki hverju þingsæti í því kjördæmi þar sem sú tala er hæst og þess þar sem hún er lægst. Ef atkvæðavægi er jafnt er þetta hlutfall nálægt einum. Þ.e.a.s það lægi á lárétta ásnum. Rauði ferillinn sýnir misvægið eins og það var í raun miðað við kjördæmaskipanina á hverjum tíma. Hæst fór þannig mælt misvægi í vorkosningunum 1959 upp í nær 20; … lesa áfram »

Feb 16 12

Þýski stjórnlagadómstóllinn dæmir kosningakerfið ótækt

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Flokkur getur undir vissum kringumstæðum aukið þingstyrk sinn á þýska Sambandsþinginu við það að tapa atkvæðum. Hið öndverða er einnig mögulegt; að flokkur geti tapað sætum á auknu atkvæðafylgi – að öllu öðru óbreyttu. Við kosningar 2005 varð dæmi um þetta bersýnilegt. Þýski Stjórnlagadómstóllinn hefur nú kveðið upp úr með það að þetta gangi ekki lengur og mælir fyrir um að Sambandsþingið verði að betrumbæta kosningalögin. Pistill þessi fjallar um þetta stórmerka mál, sem sagt er að sé eitt athyglisverðasta grundvallarmál sem upp hefur komið í lýðræðissögu Sambandslýðveldisins Þýskalands. Jafnframt er … lesa áfram »

Feb 16 12

Fyrirkomulag kosninga til Þjóðþingsins í Austurríki

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar. Endurskoðað í ársbyrjun 2020.]

Austurríki telst ekki lengur stórt ríki. Engu að síður er því skipað sem sambandsríki níu allsjálfstæðra fylkja. Þingsæti á Þjóðþinginu eru 183 að tölu. Þeim er skipt upp á milli fylkjanna í beinu hlutfalli við íbúatölu þeirra og síðan aftur innan fylkjanna á milli 39 kjördæma með sama hætti. Frambjóðendur eru ýmist á kjördæmislistum, fylkislistum eð á sambandsríkislistum. Úthlutun þingsæta er því í þremur þrepum og allflókin. Kjósendur fá talsverðu ráðið um val einstakra frambjóðenda. Farið er yfir austurríska kosningakerfið og prófað að yfirfæra það á kosningar … lesa áfram »

Dec 1 11

Kosningar til landsþingsins í Bæjaralandi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Hinn 28. september 2008 var kosið til landsþingsins í Bæjaralandi, en það er eitt af fylkjunum, eða „löndunum“ þýsku sem mynda Sambandslýðveldið Þýskaland. Kosningafyrirkomulag í þýsku löndunum 16 dregur dám af fyrirkomulagi kosninga til Sambandsþingsins, en þó er hvert þeirra með sínu lagi. Kjósendur í Bæjaralandi fara með tvö atkvæði, annað til að velja frambjóðanda í einmenningskjördeild, en hitt til að velja frambjóðanda á lista hver í sínu  kjördæmi. Þegar Þýskaland var reist af rústum seinni heimsstyrjaldarinnar var keppt að traustri undirbyggingu lýðræðis í ljósi dapurrar reynslu. Því er margt áhugavert og … lesa áfram »