Færslur í flokknum ‘Skipun Stjórnlagaráðs’
Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs. Drjúgur meirihluti þeirra þingmanna sem afstöðu tóku studdu ályktunina. Þeim 25 sem hlotið höfðu kjörbréf til setu á Stjórnlagaþingi hefur verið boðin seta í ráðinu. Ég er einn þeirra.
Í kosningunni til Stjórnlagaþings hlaut ég tilnefningu nær 13 þúsunda kjósenda sem safnaðist upp í 3196 atkvæði. Þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar tel ég mig hafa stuðning þessa góða fólks auk þess að hafa skyldur við það til að vinna að því brýna verki að endurbæta stjórnarskrá lýðveldisins. Þeir 25 sem fengu mestan stuðning í kosningunni höfðu 83% gildra atkvæða að baki … lesa áfram »
Brennt barn forðast eldinn
Alþingi samþykkti 15. mars. s.l. breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
13. gr. laganna var svona fyrir breytinguna:
- [1. mgr.] Kjósandi getur sent kæru um ólögmæti þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra en refsikærur, til Hæstaréttar eigi síðar en sjö dögum frá því að [ráðuneytið]1) auglýsir úrslit atkvæðagreiðslunnar.
[2. mgr.] Landskjörstjórn veitir Hæstarétti umsögn um atkvæðagreiðsluna. Umsögn skal veitt óháð því hvort kæra hafi borist skv. 1. mgr.
[3. mgr.] Að fenginni umsögn landskjörstjórnar getur Hæstiréttur ákveðið að ógilda niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar ef verulegur ágalli hefur verið á framkvæmd hennar sem ætla má að hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar. Séu slíkir verulegir ágallar