Skip to content

Færslur í flokknum ‘Kjördæmamálið’

Jan 29 13

Stjórnarskráin: Lengi getur gott batnað

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 16. janúar 2013.]

„Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“

Svo ritaði hinn mikli spænski hugsuður José Ortega y Gasset.

Alþingi lagði fyrir stjórnlagaráð að endurskoða stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag þingkosninga. Til grundvallar var umræða á þjóðfundi 2010 sem stjórnlaganefnd sú sem stóð að fundinum túlkaði almennt sem kröfur um jafnt vægi atkvæða og persónukjör auk þess sem flestir töldu að landið ætti að vera eitt kjördæmi.

Meginþættirnir í tillögu stjórnlagaráðs um ramma um kosningakerfi koma fram í 39. gr. í frumvarpi því að nýrri stjórnarskrá … lesa áfram »

Oct 19 12

Treystum kjósendum til að velja sér góða þingmenn!

Höfundur: Þorkell Helgason

 

Í umræðu gætir einatt misskilnings um tillögur stjórnlagaráðs um það hvernig kjósa skuli til Alþingis. Kjarni tillagnanna er einfaldur:

  • Flokkar velja frambjóðendur á lista, allt eins og verið hefur.
  • Listar eru ýmist kjördæmislistar eða landslistar. Sami frambjóðandi má vera á báðum stöðum.
  • Hver kjósandi fer með eitt atkvæði sem hefur sama vægi alls staðar á landinu. Hann getur varið því til að merkja við listabókstaf eða valið frambjóðendur með persónukjöri.
  • Þannig getur kjósandinn krossað annað hvort við einn kjördæmis- eða einn landlista, eins og nú, og leggur þá alla frambjóðendur á listanum að jöfnu.
  • Eða hann getur tekið þátt
lesa áfram »
Sep 20 12

Spurt og svarað um ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs um kosningar til Alþingis

Höfundur: Þorkell Helgason

Þennan langa pistil má líka nálgast sem pdf-skjal: 

SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins_20sept2012_Thorkell 

 

Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi. Þessar tillögugreinar eru hér tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð:

39. gr. um alþingiskosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

1. mgr.        Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til lesa áfram »

Dec 30 11

Ný stjórnarskrá: Samfélagssáttmáli í boði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. desember 2011]

Allt frá því að stjórnlagaráð skilaði Alþingi frumvarpi sínu að nýrri stjórnarskrá hinn 29. júlí s.l. hef ég með nær vikulegum pistlum í Fréttatímanum leitast við að skýra út og rökstyðja tillögurnar. Pistlana má alla finna á vefsíðu minni: www.thorkellhelgason.is. Nú er mál að linni, a.m.k. að sinni.

Árið framundan skiptir sköpum um framvindu stjórnarskrármálsins. Þingið, en ekki síst þjóðin, verður að koma því í höfn að við eignumst nýjan samfélagssáttmála.

Hvað er í boði?

Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá er afrakstur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og sérfræðinga stjórnlagaráðs þar sem byggt er … lesa áfram »

Sep 2 11

Ný stjórnarskrá: Þurfum við 63 þingmenn?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  2. september 2011]

Þetta er lokapistill í syrpu um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs.

Kjördæmavörn

Eins og lýst hefur verið í fyrri pistlum fer stjórnlagaráðið meðalveg milli þess að kosið sé á landsvísu og þess að skipta landinu upp í kjördæmi. Einkum er nýstárlegt að tala kjördæmissæta er ekki fyrirskrifuð. Þar sem frambjóðendur geta sótt stuðning út fyrir sitt kjördæmi kunna kjördæmi með vinsæla frambjóðendur að fá fleiri sæti en svarar til íbúatölu þeirra. En vitaskuld getur líka hið öndverða gerst, að kjördæmi sitji uppi með full fáa þingmenn. Undir … lesa áfram »

Mar 25 11

Endurspegla kjördæmi nærumhverfi okkar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 25. mars 2011]

Í síðustu grein minni í Fréttatímanum færði ég siðferðileg rök fyrir því að kjósendur ættu að hafa jafnt atkvæðavægi, óháð búsetu, þegar kemur að því að kjósa til Alþingis. Því markmiði má ná með ýmsu fyrirkomulagi kosninga og kjördæmaskipunar. En um leið þarf að huga að fleiri sjónarmiðum, t.d. eftirfarandi og byrja ég þá á forsendunni sem áður greinir:

  1. Kjósendur hafi jafnt atkvæðavægi óháð búsetu.
  2. Jafnræði sé með stjórnmálasamtökum.
  3. Æskilegt er að þingmannsefni bjóði sig fram í nærumhverfi kjósenda.
  4. Kjósendur ráði vali á þingsmannsefnum a.m.k. innan þess flokks sem þeir styðja, jafnvel
lesa áfram »
Feb 18 11

Lærdómur af örlögum stjórnlagaþingskosningar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 18. febrúar 2011]

Meginlærdómurinn er sá að enn á ný sjáum við hvað við erum fá og smá. Sumir segja að við bætum fámennið upp með sérstökum dugnaði og gáfum auk þessa íslenska séreinkennis að láta hlutina „reddast“. Þetta er 2007-hugsun, svo notað sé nútímamál. Það má ekki vera okkar haldreipi lengur að treysta á að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Við verðum að vera raunsæ, taka tillit til smæðarinnar, leita einfaldra lausna og róa óhikað á erlend mið eftir fyrirmyndum, svo að fá hollráð séu nefnd. Umfram allt verðum við að nýta vel það takmarkaða … lesa áfram »

Nov 22 10

Landið eitt kjördæmi – en meira þarf til

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningafræði af ýmsu tagi er sá  málaflokkur sem verður mitt sérsvið ná ég kjöri á stjórnlagaþingið.  Því kann að virðast einkennilegt að ég hafi ekki tjáð mig ítarlega um þau mál fyrr en nú, á lokastigi kosningarbaráttunar, ef baráttu skyldi kalla! Ein meginástæða þessa hiks er sú að ég tel mig hafa margt annað fram að færa og vil ekki bjóða mig fram til þingsins einungis sem kosningafræðingur! Nú er ekki lengur til setunnar boðið.

Kosningamál hafa verið mér hugleikin nær alla mína starfsæfi. Fyrir stærðfræðinga eins og mig er málaflokkurinn afar áhugaverður. Bein afskipti mín af kosningamálum hófust strax … lesa áfram »