Skip to content

Kosningar til landsþingsins í Bæjaralandi

Höfundur: Þorkell Helgason, December 1st, 2011

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Hinn 28. september 2008 var kosið til landsþingsins í Bæjaralandi, en það er eitt af fylkjunum, eða „löndunum“ þýsku sem mynda Sambandslýðveldið Þýskaland. Kosningafyrirkomulag í þýsku löndunum 16 dregur dám af fyrirkomulagi kosninga til Sambandsþingsins, en þó er hvert þeirra með sínu lagi. Kjósendur í Bæjaralandi fara með tvö atkvæði, annað til að velja frambjóðanda í einmenningskjördeild, en hitt til að velja frambjóðanda á lista hver í sínu  kjördæmi. Þegar Þýskaland var reist af rústum seinni heimsstyrjaldarinnar var keppt að traustri undirbyggingu lýðræðis í ljósi dapurrar reynslu. Því er margt áhugavert og til eftirbreytni í kosningalögum í Þýskalandi, ekki síst í Bæjaralandi.

Pistill um þetta er hér: ÞHKosningar til landsþingsins í Bæjaralandi Leiðr okt2018 (pdf). Hann er lítillega leiðréttur (í október 2018) frá upphaflegri gerð, eins og lýst er í neðanmálsgreinum 1 og 7 í pistlinum sjálfum.

Comments are closed.