Skip to content

Þakkir!

Höfundur: Þorkell Helgason, November 28th, 2010

Kosningunni til stjórnlagaþings er lokið en úrslitin liggja ekki fyrir þegar þetta er ritað. Hvernig sem mér mun reiða af í lokin vil ég þakka þeim fjölmörgu sem veittu mér aðstoð af margvíslegu tagi, gáfu mér formleg meðmæli, aðstoðuðu mig við að kynna framboð mitt og viðhorf, gáfu mér opinberar stuðningsyfirlýsingar eða tjáðu sig um stuðning í símtölum eða pósti, dreifðu út kynningarefni og svo mætti lengi telja.

Ég hef kynnst fjölmörgu góðu fólki, bæði þeim betur sem ég þekkti áður en líka mörgum nýjum sem ég vonast til að geta haldið kunningsskap við. Ekki síst gildir þetta um meðframbjóðendur mína. Eftir þau kynni ber ég engan kvíðboga fyrir stjórnlagaþinginu. Nái þessir góðu meðframbjóðendur kjöri er endurgerð stjórnarskrárinnar í góðum höndum.

Síðast en ekki síst vil ég þakka kjósendum, ekki aðeins þeim sem röðuðu mér einhvers staðar á lista sína, heldur öllum þeim 83.708 landsmönnum sem fóru á kjörstað og sýndu í verki að þeim er umhugð um grundavallarsáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána.

Comments are closed.