Skip to content

Færslur í flokknum ‘Alþingiskosningar’

Dec 30 11

Ný stjórnarskrá: Samfélagssáttmáli í boði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. desember 2011]

Allt frá því að stjórnlagaráð skilaði Alþingi frumvarpi sínu að nýrri stjórnarskrá hinn 29. júlí s.l. hef ég með nær vikulegum pistlum í Fréttatímanum leitast við að skýra út og rökstyðja tillögurnar. Pistlana má alla finna á vefsíðu minni: www.thorkellhelgason.is. Nú er mál að linni, a.m.k. að sinni.

Árið framundan skiptir sköpum um framvindu stjórnarskrármálsins. Þingið, en ekki síst þjóðin, verður að koma því í höfn að við eignumst nýjan samfélagssáttmála.

Hvað er í boði?

Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá er afrakstur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og sérfræðinga stjórnlagaráðs þar sem byggt er … lesa áfram »

Aug 26 11

Ný stjórnarskrá: Atkvæði skapa þingmenn

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 26. ágúst 2011. Þar þurfti að leiðrétta mistök sem voru í pistli næst á undan. Hér þarf þess ekki og breytist textinn nokkuð í samræmi við það.]

Áfram verður fjallað um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um úthlutun þingsæta. Minnt skal á frá fyrri pistlum að gert er ráð fyrir að kjósendur geti valið frambjóðendur af listum fleiri en eins flokks. Alþingi er þó heimilt að einskorða valmöguleikana við lista sama flokks.

Hvernig er talið?

Kjörseðill

Atkvæði eru ýmist greidd listum eða einstökum frambjóðendum. Tillögurnar segja vísvitandi … lesa áfram »

Aug 19 11

Ný stjórnarskrá: Persónur í boði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  19. ágúst 2011, en þá með rangri töflu]

Haldið verður áfram að fjalla um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um persónukjörsþátt tillagnanna.

Frambjóðendur eða flokkar

Kosningakerfi má draga í dilka eftir því hvort boðnir eru fram einstaklingar eða flokkslistar. Hið fyrra er meginreglan í enskumælandi löndum en hið síðara á Norðurlöndum og í hinum þýskumælandi heimi. Þróun hefur verið í þá átt að leyfa kjósendum að hafa aukin áhrif á það hvaða frambjóðendur veljast til þingsetu, þótt á listum séu. Slíkt er til hægðarauka nefnt persónukjör, en … lesa áfram »

Aug 12 11

Ný stjórnarskrá: Landið eitt kjördæmi – eða hvað?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  12. ágúst 2011]

Eitt meginverkefni okkar sem sátum í stjórnlagaráði var að leggja til stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Þingið hafði beinlínis kallað eftir því. Sama gerði þjóðfundurinn haustið 2010. Meginatriðin í tillögum ráðsins eru nýskipan kjördæma og persónukjör. Um þetta mikilvæga viðfangsefni verður fjallað í þessum og næstu pistlum.

Kjördæmi, eitt eða fleiri?

Mörg okkar vildum leggja niður kjördæmin og viðhafa landskjör einvörðungu. Fyrir því færðum við ýmis rök, svo sem að þingmenn sem kosnir eru á landsvísu hugsi best um hagsmuni heildarinnar. Aðrir töldu nauðsynlegt að tengja framboð afmörkuðum kjördæmum, ella myndu tengsl … lesa áfram »

Apr 16 11

Hvað þurfa margir að strika út mann til að hann færist niður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010 er spurt hver sé munurinn á mati á útstrikun (og öðrum breytingum á kjörseðlum) annars vegar samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis og hins vegar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Um þetta er ítarlega fjallað í niðurlagi greinargerðar um þingkosningarnar 2003 annars staðar á þessum vef.  Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér.

Hér verður því ekki farið út í aðferðafræðina en útfærslurnar bornar saman í eftirfarandi töflu þar sem því er svarað sem oftast er spurt um í þessu sambandi: „Hve stór hluti kjósenda lista þarf að strika … lesa áfram »

Feb 3 11

Frumgreining á úrslitum kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef undanfarnar vikur, allt frá því að talningu lauk í stjórnlagaþingskosningunni, verið að vinna að allítarlegri greinargerð um kosningarúrslitin. Hún fylgir hér með í pdf-formi í tvennu lagi:

GreiningSLÞkosningarUtg3feb2011Fyrra
GreiningSLÞkosningarUtg3feb2011Seinna

Skýrt verður frá niðurstöðunum í fyrirlestri á málfundi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands kl. 12-13:45 fimmtudaginn 3. febrúar 2011 í Þjóðminjasafninu.

Í samantekt greinargerðarinnar segir:

  • Margt var sérstætt við þessa kosningu. Þetta var landskjör, þ.e. landið var eitt kjördæmi, framboð voru einstaklingsbundin, hreint persónukjör. Kosningin var um margt nýmæli, ekki aðeins hér á landi heldur líka sé leitað samanburðar út í hinn stóra heim.
  • Frambjóðendur skiptust þannig eftir kyni
lesa áfram »
Nov 2 10

Stærðfræði og stjórnmál

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þremur greinum í tímaritinu Vísbendingu sumarið 2010 er fjallað um það hvað einföld stærðfræði kemur víða við sögu í lögum og reglugerðum. Sýnd eru þrjú ólík dæmi þess efnis að þar mætti á stundum beita örlítið viðameiri aðferðum. Dæmin eru um skattkerfi, kosningafyrirkomulag og kvótamál. Vísbendingargreinar lesa áfram »

Apr 1 10

Apportionment of Seats to Althingi, the Icelandic Parliament

Höfundur: Þorkell Helgason

Analysis of the Elections
on May 10, 2003, May 12, 2007, April 25, 2009 and April 27, 2013

Thorkell Helgason, PhD
The National Electoral Commission of Iceland
November 2013

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

Apr 25 09

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þessari greinargerð er fjallað um úrslit kosninga til Alþingis, sem fóru fram 25. apríl 2009, og um úthlutun þingsæta.

Áður hafa birst greinargerðir af þessu tagi um þingkosningarnar 2003 og 2007 en allar þessar kosningar byggjast á nýjum stjórnarskrár- og lagaákvæðum um kosningar til Alþingis frá síðustu aldamótum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

May 12 07

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 12. maí 2007

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningar til Alþingis fóru fram 12. maí 2007 og var þetta í annað sinn sem reyndi á
ný kosningalög, lög nr. 24/2000.
Í greinargerð þessari er fjallað um kosningaúrslitin og úthlutun þingsæta. Meðal
annars er horft til þess hvernig hin nýja skipan hefur reynst í þessum kosningum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér

lesa áfram »