Skip to content

Færslur í flokknum ‘Fréttatíminn’

Oct 7 11

Ný stjórnarskrá: Forsetinn um forsetann

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 7. október 2011]

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að umræðuefni í þingsetningarræðu sinni. Það er vel og fengur að því að forseti lýðveldisins vekji þjóð og þing til umhugsunar um þetta stórmál, nýja stjórnarskrá handa landi og lýð. Ólafur Ragnar gerði einkum embætti forseta Íslands að umræðuefni. Um það fjallar þessi pistill.

Þrískipting valdins

Allt frá dögum Montesquieus hefur það verið leiðarljós við mótun allrar lýðræðisstjórnskipunar að ríkisvaldið skuli skiptast í þrjá aðgreinda þætti: Löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Mörgum hefur þótt sem hjá okkur væri þessi aðskilnaður ekki skýr, að … lesa áfram »

Sep 30 11

Ný stjórnarskrá: Lög að frumkvæði almennings

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. september 2011]

Áfram verður haldið að lýsa tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði; um það hvernig flétta megi það saman við fulltrúalýðræðið. Nú verður fjallað um frumkvæðisrétt þjóðarinnar, hvernig hún getur samið og fengið sett lög.

Lög frá grasrótinni

Djarfasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði felst í ákvæðum um frumkvæði kjósenda. Þar er tvennt lagt til. Annars vegar að 2% kjósenda geti lagt hvað eina mál fyrir Alþingi. Það kemst þá á dagskrá þingsins, en engin fyrirmæli eru um afdrif málsins. Hin frumkvæðisleiðin er formlegri. Samkvæmt henni getur tíundi hluti kjósenda lagt fram fullbúið … lesa áfram »

Sep 23 11

Ný stjórnarskrá: Hvernig getur þjóðin gripið inn í störf Alþingis og ógilt lög?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 23. september 2011]

Á Íslandi, svo og almennt í grannlöndum okkar, felur fólkið vald sitt í hendur kjörinna fulltrúa hvort sem þeir sitja á forsetastóli, á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Almenn samstaða er um kosti þessa fyrirkomulags. Á hinn bóginn er vilji til þess, bæði hér og víða erlendis, að flétta fulltrúalýðræðið saman við beint lýðræði þannig að þjóðin sjálf geti gripið inn í störf hinna kjörnu fulltrúa með neitunarvaldi en líka með frumkvæði að lagasetningu.

Við Íslendingar höfum verið aftarlega á merinni í þessari þróun, líklega einna íhaldssamastir í okkar heimshluta. Í stjórnarskrá okkar er … lesa áfram »

Sep 16 11

Ný stjórnarskrá: Valdið er fólksins

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 16. september 2011]

„Brennt barn forðast eldinn.“ Það gera Þjóðverjar – af alræmdu tilefni. Því settu þeir eftir stríð á laggirnar stjórnlagadómstóla sem eiga að vaka yfir því að valdi sé ekki misbeitt. Slíkir dómstólar eru í hverju „landi“ (fylki) Þýskalands, en sambandsdómstóll dæmir um mál sem snerta allt sambandsríkið og þó einkum um grundvallarréttindi almennings. Í síðustu viku felldi þessi alríkisdómstóll einn af sínum merkustu úrskurðum. Tilefnið var umkvörtun nokkurra borgara þess efnis að ríkisstjórnin í Berlín hefði farið út fyrir valdmörk sín þegar hún hafi gengist í ábyrgðir vegna aðstoðar við Grikkland, án þess … lesa áfram »

Sep 9 11

Ný stjórnarskrá: Kvótinn og kommúnistaávarpið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  9. september 2011]

Fram er haldið frásögn af tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Nú verða auðlindamálin tekin stuttlega til umfjöllunar, með nokkuð frjálslegum hætti.

Nýting takmarkaðra gæða

Í 33. grein í tillögum stjórnlagaráðs er fjallað um vernd á náttúru landsins, fögrum orðum eins og vera ber. Helsta nýmælið í þeim málaflokki er þó að finna í næstu grein, þeirri 34. Þar segir m.a.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Síðan er tilgreint að „stjórnvöld get[i] á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar … lesa áfram »

Sep 2 11

Ný stjórnarskrá: Þurfum við 63 þingmenn?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  2. september 2011]

Þetta er lokapistill í syrpu um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs.

Kjördæmavörn

Eins og lýst hefur verið í fyrri pistlum fer stjórnlagaráðið meðalveg milli þess að kosið sé á landsvísu og þess að skipta landinu upp í kjördæmi. Einkum er nýstárlegt að tala kjördæmissæta er ekki fyrirskrifuð. Þar sem frambjóðendur geta sótt stuðning út fyrir sitt kjördæmi kunna kjördæmi með vinsæla frambjóðendur að fá fleiri sæti en svarar til íbúatölu þeirra. En vitaskuld getur líka hið öndverða gerst, að kjördæmi sitji uppi með full fáa þingmenn. Undir … lesa áfram »

Aug 26 11

Ný stjórnarskrá: Atkvæði skapa þingmenn

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 26. ágúst 2011. Þar þurfti að leiðrétta mistök sem voru í pistli næst á undan. Hér þarf þess ekki og breytist textinn nokkuð í samræmi við það.]

Áfram verður fjallað um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um úthlutun þingsæta. Minnt skal á frá fyrri pistlum að gert er ráð fyrir að kjósendur geti valið frambjóðendur af listum fleiri en eins flokks. Alþingi er þó heimilt að einskorða valmöguleikana við lista sama flokks.

Hvernig er talið?

Kjörseðill

Atkvæði eru ýmist greidd listum eða einstökum frambjóðendum. Tillögurnar segja vísvitandi … lesa áfram »

Aug 19 11

Ný stjórnarskrá: Persónur í boði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  19. ágúst 2011, en þá með rangri töflu]

Haldið verður áfram að fjalla um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um persónukjörsþátt tillagnanna.

Frambjóðendur eða flokkar

Kosningakerfi má draga í dilka eftir því hvort boðnir eru fram einstaklingar eða flokkslistar. Hið fyrra er meginreglan í enskumælandi löndum en hið síðara á Norðurlöndum og í hinum þýskumælandi heimi. Þróun hefur verið í þá átt að leyfa kjósendum að hafa aukin áhrif á það hvaða frambjóðendur veljast til þingsetu, þótt á listum séu. Slíkt er til hægðarauka nefnt persónukjör, en … lesa áfram »

Aug 12 11

Ný stjórnarskrá: Landið eitt kjördæmi – eða hvað?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  12. ágúst 2011]

Eitt meginverkefni okkar sem sátum í stjórnlagaráði var að leggja til stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Þingið hafði beinlínis kallað eftir því. Sama gerði þjóðfundurinn haustið 2010. Meginatriðin í tillögum ráðsins eru nýskipan kjördæma og persónukjör. Um þetta mikilvæga viðfangsefni verður fjallað í þessum og næstu pistlum.

Kjördæmi, eitt eða fleiri?

Mörg okkar vildum leggja niður kjördæmin og viðhafa landskjör einvörðungu. Fyrir því færðum við ýmis rök, svo sem að þingmenn sem kosnir eru á landsvísu hugsi best um hagsmuni heildarinnar. Aðrir töldu nauðsynlegt að tengja framboð afmörkuðum kjördæmum, ella myndu tengsl … lesa áfram »

Aug 5 11

Ný stjórnarskrá: Grunnur að traustara samfélagi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 5. ágúst 2011]

„Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.“ Það var Freyja Haraldsdóttir, hin ötula baráttukona í stjórnlagaráði fyrir rétti lítilmagna, sem lagði þessa grein til í nýja stjórnarskrá og hún var samþykkt samhljóða í ráðinu. Er þetta einungis merkingarlaus fagurgali? Nei, þetta er ein viljayfirlýsinga um að öll viljum við bæta samfélagið. Þau okkar sem njóta heilbrigðis og bjargálna eiga að leggja sitt af mörkum, hvert eftir sinni getu, til að létta undir með þeim sem minna mega sín. Samfélagssáttmáli, sem stjórnarskrá er, veitir okkur ekki aðeins réttindi, svo sem til eignaverndar, réttlætis eða kosningaréttar. … lesa áfram »