Skip to content

Færslur í flokknum ‘Framboðið’

Nov 24 10

Kjóstu!

Höfundur: Þorkell Helgason

Stór hópur frambjóðenda hefur opnað vefsíðuna kjostu.org í þeim eina tilgangi að hvetja fólk til að kjósa.

En ekki er nóg að kjósa. Það verður að gera rétt. Munið að kosningarfyrirkomulagið er þannig að frambjóðandinn sem þú setur í efstu vallínu á kjörseðilinn hefur forgang að atkvæði þínu. Næsti maður á kjörseðlinum getur erft atkvæðið (eða hluta þess) frá þeim efsta undir tveimur kringumstæðum. Annars vegar ef sá efsti fær of lítið fylgi til að ná á kjöri eða hins vegar ef hann fær meira fylgi að hann þarf til að ná kjöri. Í báðum tilvikum færist atkvæði þitt (eða … lesa áfram »

Nov 23 10

Viðtölin á Rúv og ÍNN

Höfundur: Þorkell Helgason

Slóð inn á viðtalið sem Ævar Kjartansson tók við mig um helgina

http://podcast.ruv.is/stjornlagathing/2853.mp3

Og ef enn skildi vera eftirspurn eftir viðtalinu sem Ingvi Hrafn tók við mig á dögunum þá er það hér:

http://inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Hrafna%C3%BEing$1288828860… lesa áfram »

Nov 22 10

Umhverfið og auðlindir í almannaeigu

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef nær alla starfsæfi mína komið að stefnumótun um nýtingu náttúruauðlinda. Í pistlinum  Játningar fyrrverandi orkumálastjóra geri ég grein fyrir aðkomu minni að orku- og umhverfismálum. En ég hef líka langa reynslu af fiskveiðistjórnunarmálum. Bæði var að ég sinnti ýmissi reiknilíkanagerð á því sviði á prófessorsárum mínum en var einnig í vinnuhópum og nefndnum sem mótuðu kvótakerfið á fyrstu árum þess. Síðastliðið sumar var ég fenginn til að útfæra svokallaða tilboðsleið við útdeilingu á kvótum fyrir stjórnskipaða nefnd um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Í báðum þessum málaflokkum hef ég reynt að beita mér fyrir því tvennu að auðlindirnar séu nýttar af varfærni … lesa áfram »

Nov 22 10

Framboðskynning hjá RÁS 1

Höfundur: Þorkell Helgason

Ríkisútvarpið hefur verið að taka upp stutt viðtöl við frambjóðendur sem verða síðan send út næstu daga. Eftirfarandi eru punktar sem ég hafði mér til handargagns í þessari upptöku. Hér má segja að stefnuskrá mín og tilefni framboðs míns birtist í hnotskurn:

Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins núna? Hverju helst?

  • Fyrst vil ég segja að núgildandi stjórnarskrá er um margt góð enda samin undir áhrifum af frelsisanda nítjándu aldar.
  • Ég sé fyrir mér að stjórnarskráin hefjist á fögrum orðum um að það sé hlutverk alls almannavalds að vernda fólkið og virða reisn mannsins.
  • Ég vil styrkja þingræðið, það fyrirkomulag að
lesa áfram »
Nov 22 10

Játningar fyrrverandi orkumálastjóra!

Höfundur: Þorkell Helgason

Allmargir kjósendur hafa spurt um afstöðu mína í orku- og auðlindamálum, ekki síst í ljósi þess að ég var ráðuneytisstjóri í ráðuneyti orkumála og síðan orkumálastjóri alls í umfimmtán ár. Í þessum pistli fer ég stuttlega yfir sögu mína í þessum efnum en í öðrum pistli reifa ég sjónarmið mín til takmarkaðra náttúrugæða og umhverfismála, að svo miklu leyti sem það snertir endurgerð stjórnarskrár.
Áður en lengra er haldið vil ég benda á að í báðum umræddum störfum var ég embættismaður sem bar að þjóna mínum ráðherra til þeirra verka sem hann fýsti að hrinda í framkvæmd. Þetta er talin … lesa áfram »

Nov 20 10

Stuðningsyfirlýsingar

Höfundur: Þorkell Helgason

„Ég styð Þorkel af því að hann er traustur maður.“  Baldvin Tryggvason fv. sparisjóðsstjóri

„Ég styð Þorkell vegna þess að hann  kann að greina vandamál, en hann er líka einn vandaðasti maður sem ég þekki.“ Vilhjálmur Bjarnason lektor

„Ég styð Þorkel vegna þess að hann á gott með að vinna með fólki sem hefur aðrar skoðanir en hans eigin.” Steingrímur Hildimundarson afgreiðslumaður

„Þorkell Helgason hefur einstaka hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi.“ Helga Barðadóttir, stjórnsýslufræðingur

„Ég vel Þorkel því hann er traustur, heiðarlegur og vandaður maður.”  Guðfinna S. Bjarnadóttir fv. rektor

„Ég kýs Þorkel Helgason á stjórnlagaþing því … lesa áfram »

Nov 19 10

Stefnumót við frambjóðendur á Sólon

Höfundur: Þorkell Helgason

Laugardaginn 20. nóvember kl. 13-18 bjóða nokkrir frambjóðendur til stjórnlagaþings til stefnumóts á 2. hæð kaffihússins Sólons í Bankastræti. Þetta er eitt af örfáum tækifærum sem kjósendum bjóðast til að hitta frambjóðendur, kynnast þeim, spyrja þá og skiptast á skoðunum. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Þeir frambjóðendur sem standa fyrir þessum viðburði eru Eggert Ólafsson, Gísli Már Gíslason, Guðrún Högnadóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Margrét Dóra Ragnarsdóttir, Salvör Nordal, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þorkell Helgason.… lesa áfram »

Nov 17 10

Hvet alla 232.374 kjósendur landsins til að kjósa til stjórnlagaþings

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningin til stjórnlagaþings 27. nóvember er merkisatburður í sögu þjóðarinnar.  Í kosningunni sjálfri felast tímamót þar sem nú er kosið hreinni persónukosningu án kjördæmaskiptingar. Hitt er auðvitað aðalatriðið að kosið er til þings sem fær það verkefni að ljúka loksins gerð stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Kynningarblaði um frambjóðendur hefur verið dreift í hús. Mikilvægt er að kjósendur kynni sér frambjóðendur eftir föngum og velji ekki bara þá fyrstu sem þeir rekast á.

Kjósendur, látið ekki ykkar hlut eftir sitja. Flykkist undirbúin á kjörstað, með útfyllt kjörseðilsdrög með ykkur. Þið getið látið duga að velja aðeins einn frambjóðanda en veljið eins … lesa áfram »

Nov 17 10

Vankantar á okkar þingræði

Höfundur: Þorkell Helgason

Í fyrri pistlum hef ég varpað fram spurningum um valið á milli þingræðis og forsetaræðis og tjáð mig fylgjandi þingræðinu, þó ekki að öllu leyti eins og það hefur verið. Þvert á móti tel ég nauðsynlegt að styrkja þingræðið. Hvað á ég við? Áður en ég svara því vil ég hamra á því að landsmenn eru innan við þriðjungur milljónar. Umfang stjórnkerfisins verður að taka mið af því. Fámennið setur vissar skorður en gefur okkur líka tækifæri.

Þingræðið felur það í sér að flokkar á þingi koma sér saman um að mynda ríkisstjórn sem síðan starfar í umboði þingsins. Oftast … lesa áfram »

Nov 17 10

Kosningakaffi á Café Reykjavík frestað

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningakaffi á Café Reykjavík sem ráðgert var fimmtudaginn 18. nóv. er frestað vegna ferðar til Akureyrar!… lesa áfram »