Skip to content

Færslur í flokknum ‘Alþingiskosningar’

Jan 27 15

Umbætur á kosningakerfinu: Yfirlit

Höfundur: Þorkell Helgason

Í yfirlitsgrein þessari og í fjórum pistlum sem koma í kjölfarið verður farið yfir þrjú grunnatriði í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis og bent á æskilegar lagfæringar sem allar rúmast innan ramma núgildandi stjórnarskrár. Greinarnar er að finna í einni heild í hausthefti 2014 af vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (Þorkell Helgason, 2014) og mun síðar birtast á prenti.

Yfirlitsgrein þessa má lesa í heild sinni hér: Umbætur á kosningakerfinu: Yfirlit

Byrjun greinarinnar er þannig:

Fyrirkomulag kosninga … hefur verið miklum breytingum háð allt frá upphafi kosninga til Alþingis 1844. Markmiðin hafa verið af ýmsum toga eins og jöfnun kosningaréttar eftir kyni, … lesa áfram »

Apr 10 14

Krafa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um umbætur á fyrirkomulagi kosninga

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 10. apríl 2014 í styttri gerð.]

Á þessu ári eru liðin 140 ár frá því að fyrst var kosið til Alþingis sem löggjafarþings. Jafnframt eru 110 ár síðan hlutfallskosningar voru innleiddar hér á landi. Engu atriði stjórnarskrár hefur jafn oft verið breytt og ákvæðum um kosningar til Alþingis og fá ef nokkur löggjöf hefur verið sömu breytingum undirorpin og kosningalög. Engu að síður er fyrirkomulag þingkosninga um margt úrelt. Kosningalögin hafa aldrei verið yfirfarin í heild sinni og aðlöguð aðstæðum, hvað þá samræmd sívaxandi kröfum um fullan jöfnuð atkvæða og persónuval svo að tvö þungvæg atriði séu … lesa áfram »

Apr 16 13

Lýsing á úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

[Vefsíðuhöfundur tók eftirfarandi saman fyrir landskjörstjórn eins og lesa má á síðu hennar: http://landskjor.is/kosningamal/kosningakerfi/nr/114]

Um úthlutun þingsæta gilda ákvæði XVI. kafla laga um kosningar til Alþingis, nánar tiltekið greinar 106 til og með 110.
Samkvæmt ákvæðum þessara laga fer úthlutun hinna 63 sæta á Alþingi fram í tveimur meginskrefum. Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi. Landsfylgið kemur ekki við sögu. Það gildir líka einu hvort viðkomandi flokkur hafi boðið fram í öllum kjördæmum eða ekki.
Síðan er jöfn­unarsætum úthlutað, en þau eru 9 talsins.
lesa áfram »
Mar 31 13

Um fjöllistaframboð: Hannibalsmálið í kosningunum 1967

Höfundur: Þorkell Helgason

[Leiðrétt kl. 12, 31. mars 2013 eftir ábendingar frá Benedikt Jóhannessyni. Auk þess er Hagstofan beðin afsökunar á smáskætingi um hana, sem nú er horfinn!]

Mjög er nú, fyrir þingkosningarnar 2013, til umræðu meðal nýrra framboða að slá sér saman undir einum listabókstaf til að standa betur að vígi við úthlutun jöfnunarsæta.

Fyrir fleiru en einu framboði í sama kjördæmi í nafni sömu stjórnmálasamtaka eru ekki mörg dæmi. Síðan 1959 hefur það alla vega aðeins gerst einu sinni. Það var 1983 þegar Framsóknarflokkurinn bauð upp á sérframboð, BB-lista, auk aðalllistans, B-lista, í Norðurlandskjördæmi vestra.

Hannibal Valdimarsson og félagar buðu fram … lesa áfram »

Feb 20 13

Um kosningabandalög: Hvernig deilast sæti út til lista sömu stjórnmálasamtaka?

Höfundur: Þorkell Helgason

Á fésbók og bloggi hafa verið á ferðinni villandi eða beinlínis rangar frásagnir af ákvæðum  um úthlutun sæta þegar sömu stjórnmálasamtökin bjóða fram fleiri en einn lista í sama kjördæmi.

Slíkir listar samtaka sem fá listabókstafinn A yrðu þá merktir sem  A, AA, AAA o.s.frv. T.d. hefur verið sagt: “atkvæði ganga bara í aðra áttina”, þ.e.a.s. gefið í skyn að listarnir hafi forgang að sætum samtakanna í þessari stafrófsröð.

Án þess að tekin sé afstaða til slíkra fjöllistaframboða er nauðsynlegt að ekki sé ruglað með leikreglurnar. Um þær má lesa í lögum um kosningar til Alþingis.

Kjarni málsins er sá … lesa áfram »

Feb 13 13

Ný stjórnarskrá: Góð málamiðlun um kosningakerfi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 19. febrúar 2013.]

Meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur lagt fram tillögur til breytinga á stjórnarskrárfrumvarpinu. Einna mikilvægasta nýjungin er breytt fyrirkomulag þingkosninga. Þetta ætti að þoka öllu stjórnarskrármálinu áfram til samkomulags með góðum vilja þingmanna.

Nýtt kosningakerfi

Meginþættir hinna nýju ákvæða eru þessir:

·        Jafnt vægi atkvæða, eins og í upphaflega frumvarpinu. Kjósendur njóta þá allir sömu mannréttinda við kjörborðið öndvert við það sem nú er.

·        Eitt eða fleiri kjördæmi. Hér er ekki lengur sett hámark við töluna átta. Kjördæmaskipan er alfarið hlutverk löggjafans með setningu kosningalaga.

·        Eingöngu kjördæmalistar. Þar lesa áfram »

Feb 10 13

Viðbrögð við gagnrýni Indriða H. Indriðasonar á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins

Höfundur: Þorkell Helgason

Erindi sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands (þskj. nr. 3, 140. lþ.)

Undirritaður leyfir sér enn á ný að rita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að bregðast við gagnrýni á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins en setur sem kunnugt er ramma um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Í þetta sinn verður fjallað um tvær ábendingar sem fram hafa komið opinberlega frá Indriða H. Indriðasyni stjórnmálafræðingi um þessi ákvæði. Það er álit undirritaðs að athugasemdirnar séu báðar það villandi að þeim verði að svara.

Voru ráð erlendra fræðimanna hunsuð?

Á málþingi þriggja íslenskra háskóla um tillögur stjórnlagaráðs lesa áfram »

Feb 7 13

Leiðir persónukjör til spillingar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 7. febrúar 2013.]

Í umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið er því iðulega haldið fram að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu með auknu vægi persónukjörs. Þetta endurspeglast m.a. í Kögunarhólspistli hér í blaðinu 26. janúar sl. undir þeirri afdráttarlausu millifyrirsögn „Meiri spilling”.

Eru þetta einhlítar niðurstöður og traustar rannsóknir? Að mati undirritaðs er svarið nei. Þvert á móti benda vandaðar rannsóknir fremur til þess að þar sem er persónukjör sé spilling minni en ella, þvert á fullyrðingar hér innanlands. Þetta er rökstutt í erindi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem finna má á vefsíðunni http://thorkellhelgason.is/?p=1844 en … lesa áfram »

Nov 26 12

Um gagnrýni á ákvæði um þingkosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

Í minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sendu 26. nóvember bregst ég við hluta þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið í erindum til þingnefndarinnar á ákvæði um þingkosningar í tillögum stjórnlagaráðs að endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Minnisblaðið hefur verið í vinnslu allt frá haustinu 2011 og var frágengið áður en núverandi hrina málins hófst, þ.e.a.s. þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október s.l., vinna sérfræðingahóps þess sem skilaði af sér 12. nóvember s.l., frumvarp meirihluta stjórnskipunar og eftirlistnefndar og umræðu um það. Því er hér gengið út frá upphaflegum tillögum stjórnlagaráðs eins og þær eru birtar á þskj. nr. 3,140. lþ.

Þrátt fyrir að höfundur telji … lesa áfram »

Nov 19 12

Spurt og svarað um kosningaákvæðin í tillögum stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi.

Þessar tillögugreinar eru tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein í meðfylgjandi skjali. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð.

Undir hverri málsgrein er færðar fram spurningar sem fram hafa komið ím umræðunni um málið og síðan brugðist við þeim með svörum. Sjá III ítarefni SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins 31 okt 2012

Pistill … lesa áfram »