Skip to content

Færslur í flokknum ‘Þjóðkirkjan’

Aug 25 11

Búngaló að rísa hornskakkt á Skálholtskirkju

Höfundur: Þorkell Helgason
Mynd af Skálholtskirkju og Þorláksbúðum

Myndina af Skálholtskirkju tók Eiður Guðnason 12. ágúst 2011. Norðaustan við kirkjuna sést upphleðsla sú sem þegar er komin ofan á tóft Þorláksbúðar. Innfelda myndin sýnir hýsið sem stendur til að rísi þarna á kirkjuhólnum og kynnt er á spjaldi sem grillir í norðan við tóftina.

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 2011]

Í Kristnihaldi undir Jökli hefur Umbi eftir biskupi „að risin væri höfuðósmíð fyrir vestan“ en þar er sú kirkja sem séra Jón Prímus telst þjóna. Umbi staðfestir þetta: „Það er eitt fyrir sig að ekki hafa þeir getað látið þetta ferlíki standa samhliða kirkjunni, heldur hornskakt … lesa áfram »

Nov 25 10

Þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá eða ekki?

Höfundur: Þorkell Helgason

Allmargir kjósendur hafa spurt mig um afstöðu mína til þjóðkirkjuákvæðis stjórnarskrárinnar.

Í grundvallaratriðum tel ég óeðlilegt að fjallað sé um einstök trúfélög í stjórnarskránni. Eðlilegt er að trúfrelsi borgaranna og jafnræði trúfélaga sé tryggt í mannréttindakafla hennar. Að mínu mati eiga trúmálin fyrst og fremst heima á þeim vettvangi.

Á hinn bóginn er þjóðkirkjan svo samofin íslensku samfélagi og menningarlífi að taka verður tillit til þess við alla ákvarðanatöku í málinu. Ekki má heldur gleyma því að grunngildin sem stjórnarkrá okkar byggist á og grunngildi kristinnar trúar fara saman. Þessi gildi eru ekki tilgreind í stjórnarskránni. Væntanlega hafa þeir sem … lesa áfram »