Skip to content

Færslur frá February, 2013

Feb 20 13

Um kosningabandalög: Hvernig deilast sæti út til lista sömu stjórnmálasamtaka?

Höfundur: Þorkell Helgason

Á fésbók og bloggi hafa verið á ferðinni villandi eða beinlínis rangar frásagnir af ákvæðum  um úthlutun sæta þegar sömu stjórnmálasamtökin bjóða fram fleiri en einn lista í sama kjördæmi.

Slíkir listar samtaka sem fá listabókstafinn A yrðu þá merktir sem  A, AA, AAA o.s.frv. T.d. hefur verið sagt: “atkvæði ganga bara í aðra áttina”, þ.e.a.s. gefið í skyn að listarnir hafi forgang að sætum samtakanna í þessari stafrófsröð.

Án þess að tekin sé afstaða til slíkra fjöllistaframboða er nauðsynlegt að ekki sé ruglað með leikreglurnar. Um þær má lesa í lögum um kosningar til Alþingis.

Kjarni málsins er sá … lesa áfram »

Feb 13 13

Ný stjórnarskrá: Góð málamiðlun um kosningakerfi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 19. febrúar 2013.]

Meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur lagt fram tillögur til breytinga á stjórnarskrárfrumvarpinu. Einna mikilvægasta nýjungin er breytt fyrirkomulag þingkosninga. Þetta ætti að þoka öllu stjórnarskrármálinu áfram til samkomulags með góðum vilja þingmanna.

Nýtt kosningakerfi

Meginþættir hinna nýju ákvæða eru þessir:

·        Jafnt vægi atkvæða, eins og í upphaflega frumvarpinu. Kjósendur njóta þá allir sömu mannréttinda við kjörborðið öndvert við það sem nú er.

·        Eitt eða fleiri kjördæmi. Hér er ekki lengur sett hámark við töluna átta. Kjördæmaskipan er alfarið hlutverk löggjafans með setningu kosningalaga.

·        Eingöngu kjördæmalistar. Þar lesa áfram »

Feb 10 13

Viðbrögð við gagnrýni Indriða H. Indriðasonar á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins

Höfundur: Þorkell Helgason

Erindi sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands (þskj. nr. 3, 140. lþ.)

Undirritaður leyfir sér enn á ný að rita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að bregðast við gagnrýni á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins en setur sem kunnugt er ramma um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Í þetta sinn verður fjallað um tvær ábendingar sem fram hafa komið opinberlega frá Indriða H. Indriðasyni stjórnmálafræðingi um þessi ákvæði. Það er álit undirritaðs að athugasemdirnar séu báðar það villandi að þeim verði að svara.

Voru ráð erlendra fræðimanna hunsuð?

Á málþingi þriggja íslenskra háskóla um tillögur stjórnlagaráðs lesa áfram »

Feb 7 13

Leiðir persónukjör til spillingar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 7. febrúar 2013.]

Í umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið er því iðulega haldið fram að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu með auknu vægi persónukjörs. Þetta endurspeglast m.a. í Kögunarhólspistli hér í blaðinu 26. janúar sl. undir þeirri afdráttarlausu millifyrirsögn „Meiri spilling”.

Eru þetta einhlítar niðurstöður og traustar rannsóknir? Að mati undirritaðs er svarið nei. Þvert á móti benda vandaðar rannsóknir fremur til þess að þar sem er persónukjör sé spilling minni en ella, þvert á fullyrðingar hér innanlands. Þetta er rökstutt í erindi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem finna má á vefsíðunni http://thorkellhelgason.is/?p=1844 en … lesa áfram »

Feb 4 13

Um meint samhengi persónukjörs og spillingar

Höfundur: Þorkell Helgason

Erindi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands (þskj. nr. 3, 140. lþ.).

Í umræðu um 39. gr. í stjórnarskrárfrumvarpinu er því iðulega haldið fram að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu með auknu vægi persónukjörs. Þetta hefur endurspeglast í erindum til þingnefndarinnar, nefndarálitum og umræðum á Alþingi og hefur þá hver eftir öðrum.

Eru þetta einhlítar niðurstöður og traustar rannsóknir? Að mati undirritaðs er svarið nei. Þvert á móti benda vandaðar rannsóknir fremur til þess að þar sem er persónukjör sé spilling minni en ella, þvert á fullyrðingar hér innan … lesa áfram »