Skip to content

Færslur frá March, 2011

Mar 31 11

Stjórnarskráin verður að vera þjóðinni hjartfólgin

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 1. apríl 2011]

Allt frá stofnun lýðveldisins hefur það verið ætlun Alþingis að endurskoða stjórnarskrána. Alkunna er hvernig til hefur tekist. Eftir langan aðdraganda og ýmis skakkaföll hefur Alþingi nú falið sérstöku Stjórnlagaráði, skipuðu 25 konum og körlum, það verkefni að semja frumvarp að nýjum sáttmála utan um þjóðskipulag okkar. Stjórnlagaráðið er nú fullskipað og tekur til starfa í næstu viku. Ég er einn þeirra sem hafa tekið sæti í ráðinu.

Nú er lag

Vissulega þurftum við að spyrja okkur ýmissa samviskuspurninga áður en við þáðum boð um setu í ráðinu, ekki síst í ljósi … lesa áfram »

Mar 28 11

Yfirlýsing Þorkels Helgasonar um töku sætis í Stjórnlagaráði

Höfundur: Þorkell Helgason

Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs. Drjúgur meirihluti þeirra þingmanna sem afstöðu tóku studdu ályktunina. Þeim 25 sem hlotið höfðu kjörbréf til setu á Stjórnlagaþingi hefur verið boðin seta í ráðinu. Ég er einn þeirra.

Í kosningunni til Stjórnlagaþings hlaut ég tilnefningu nær 13 þúsunda kjósenda sem safnaðist upp í 3196 atkvæði. Þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar tel ég mig hafa stuðning þessa góða fólks auk þess að hafa skyldur við það til að vinna að því brýna verki að endurbæta stjórnarskrá lýðveldisins. Þeir 25 sem fengu mestan stuðning í kosningunni höfðu 83% gildra atkvæða að baki … lesa áfram »

Mar 25 11

Endurspegla kjördæmi nærumhverfi okkar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 25. mars 2011]

Í síðustu grein minni í Fréttatímanum færði ég siðferðileg rök fyrir því að kjósendur ættu að hafa jafnt atkvæðavægi, óháð búsetu, þegar kemur að því að kjósa til Alþingis. Því markmiði má ná með ýmsu fyrirkomulagi kosninga og kjördæmaskipunar. En um leið þarf að huga að fleiri sjónarmiðum, t.d. eftirfarandi og byrja ég þá á forsendunni sem áður greinir:

  1. Kjósendur hafi jafnt atkvæðavægi óháð búsetu.
  2. Jafnræði sé með stjórnmálasamtökum.
  3. Æskilegt er að þingmannsefni bjóði sig fram í nærumhverfi kjósenda.
  4. Kjósendur ráði vali á þingsmannsefnum a.m.k. innan þess flokks sem þeir styðja, jafnvel
lesa áfram »
Mar 17 11

Brennt barn forðast eldinn

Höfundur: Þorkell Helgason

Alþingi samþykkti 15. mars. s.l. breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

13. gr. laganna var svona fyrir breytinguna:

  • [1. mgr.] Kjósandi getur sent kæru um ólögmæti þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra en refsikærur, til Hæstaréttar eigi síðar en sjö dögum frá því að [ráðuneytið]1) auglýsir úrslit atkvæðagreiðslunnar.
    [2. mgr.] Landskjörstjórn veitir Hæstarétti umsögn um atkvæðagreiðsluna. Umsögn skal veitt óháð því hvort kæra hafi borist skv. 1. mgr.
    [3. mgr.] Að fenginni umsögn landskjörstjórnar getur Hæstiréttur ákveðið að ógilda niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar ef verulegur ágalli hefur verið á framkvæmd hennar sem ætla má að hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar. Séu slíkir verulegir ágallar
lesa áfram »
Mar 13 11

Heildarúrslit stjórnlagaþingskosningarinnar

Höfundur: Þorkell Helgason

Heildarúrslit stjórnlagaþingkosningarinnar 27. nóv. 2010 má finna á vef landskjörstjórnar; sjá LandskjorstjornKosning. Þetta skjal er ekki auðvelt aflestrar.

Ég hef umbreytt þessari skrá landskjörstjórnar í hefðbundið birtingarform úrslita kosninga af þessu tagi (STV-kosninga). Hún er hér viðhengd sem Excel-skrá, en er harla stór! Stærðarinnar vegna er hún í tveimur hlutum. Í fyrri skránni SLÞkosningLoturWPI eru upplýsingar um þá frambjóðendur sem fengu mest fylgi. Upplýsingar um hina eru í SLÞkosningLoturWPII.

SLÞkosningLoturWPI

SLÞkosningLoturWPII

lesa áfram »

Mar 11 11

Atkvæði fólks eða fjalla?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttatímanum 11. mars 2011]

Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnlagaráðs, ef það kemst á laggirnar, verður að fjalla um kjördæmaskipan og kosningar til Alþingis. Það hefur verið hefð fyrir því að hafa slík ákvæði mjög ítarleg í stjórnarskrá Íslands. Svo er einnig hjá hinum norrænu ríkjunum. Allur gangur er þó á þessu. Í sumum grannríkjum okkar, t.d. Þýskalandi eða Hollandi, kveður stjórnarskrá aðeins á um að kosningar skuli vera leynilegar og lýðræðislegar. Hvort sem sagt verður meira eða minna um þetta í stjórnarskrá okkar er einsýnt að stjórnlagaráðið verður að hugsa málið til enda, þ.e. að kveða ekki aðeins … lesa áfram »

Mar 4 11

Forsetinn njóti stuðnings meirihlutans

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 4. mars 2011]

Aðeins einn af forsetum lýðveldisins hefur náð stuðningi meirihluta kjósenda við fyrstu kosningu í embættið. Það gerði Kristján Eldjárn í forsetakosningunni 1968 er hann hlaut nær tvo þriðjuhluta atkvæða, en þar ber þó að hafa í huga að hann hafði einungis einn mótframbjóðanda. Yfirlit yfir stuðning við kjörinn forseta er sýnt í 1. töflu:

1. tafla.          Fylgi kjörinna forseta við fyrstu kosningu.
Forseti Kosningaár Hlutfall af gildum atkvæðum Tala mótfram-bjóðenda
Sveinn Björnsson 1944 Var þingkjörinn
Ásgeir Ásgeirsson 1952 48,3% 2
Kristján Eldjárn 1968 64,3% 1
Vigdís Finnbogadóttir 1980 33,8% 3
Ólafur Ragnar
lesa áfram »