Skip to content

Færslur frá November, 2010

Nov 3 10

Hver gætir almennings gagnvart valdinu?

Höfundur: Þorkell Helgason

Mikilvægt er að hinir þrír stólpar ríkisvaldsins, löggjafinn (Alþingi), framkvæmdarvaldið (ríkisstjórnin) og dómsvaldið (dómstólarnir) séu aðskildir og hafi aðhald og eftirlit hver með öðrum. Ýmis sjónarmið eru uppi um það hvernig þetta skuli gert. Sumir vilja að framkvæmdarvaldið sé kosið sérstaklega. Aðrir vilja efla þingið, styrkja þingræðið, svo að það eigi í fullu tré við framkvæmdarvaldið. Ég reifa þessi sjónarmið í nokkrum pistlum á vefsíðu minni og hallast þá fremur að seinni lausninni. Um sjálfstæði dómstólanna eru allir sammála.

En gagnkvæmt eftirlit er eitt, utanaðkomandi eftirlit er annað. Nú eru allmörg embætti og eftirlitsstofnanir sem hafa það hlutverk að úrskurða … lesa áfram »

Nov 2 10

Stærðfræði og stjórnmál

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þremur greinum í tímaritinu Vísbendingu sumarið 2010 er fjallað um það hvað einföld stærðfræði kemur víða við sögu í lögum og reglugerðum. Sýnd eru þrjú ólík dæmi þess efnis að þar mætti á stundum beita örlítið viðameiri aðferðum. Dæmin eru um skattkerfi, kosningafyrirkomulag og kvótamál. Vísbendingargreinar lesa áfram »