Skip to content

Færslur í flokknum ‘Fiskveiðistjórnun’

Sep 22 16

Fyrningar- og uppboðsleið: Málamiðlun í kvótamálum

Höfundur: Þorkell Helgason

Á fundi sem Samfylkingin stóð fyrir 8. september 2016 í Sjóminjasafninu í Reykjavík var fjallað um kvótauppboð. Sjúrður Skaale, færeyskur þingmaður á danska þinginu, skýrði frá reynslu Færeyinga af kvótauppboðum og hvert þeir stefndu í þeim efnum. Ég fór yfir tillögur okkar Jóns Steinssonar um fyrningarleiðina. Þetta var byggt á skýrslu sem við  sömdum fyrir starfshóp um endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórnun í ágúst 2010 – en dagaði uppi og einatt. Hér eru glærur þær sem ég notaði á fundinum: thhmalamidlun-i-kvotamalum lesa áfram »

Mar 24 16

Gömul Moggrein um kvótamálið sem heldur enn gildi sínu!

Höfundur: Þorkell Helgason

Sem allungur reiður maður skrifaði ég grein í Morgunblaðið 4. nóvember 1987 um kvótamálið, sem á því miður enn við.
Fyrirsögnin segir allt um það “Opinber kvótasala tryggir hagkvæma og sanngjarna stjórn fiskveiða”

32822981

 … lesa áfram »

Sep 12 15

Öllum til hagsbóta að ná sáttum við þjóðina um kvótakerfið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist í tímaritinu Sjávarafli, ágústhefti 2015, bls. 4. Texti greinar minnar fylgir hér á eftir. Þar á eftir birtist forsíða tímaritsins og fæst þá aðgangur að heftinu um leið.]

Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og fiskistofnum. Takmörkun á veiðinni getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar telja að aflakvótakerfi sé skilvirkasta aðferðin í því skyni.

Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn, að mati greinarhöfundar. Því hefur útgerðin … lesa áfram »

Jun 15 15

Staksteinar villa um fyrir fólki og forseta

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2015.]

Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. júní sl. er spjótum beint að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign.is þar sem skorað er á forsetann „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Auk hefðbundinnar aulafyndni í þessum ritstjórnardálki er farið með rangfærslur.

Í fyrsta lagi segir í Staksteinum: „Það er of seint að skora á forsetann að skrifa ekki undir … frumvarp [um makrílkvóta], … lesa áfram »

Jun 2 15

“45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill með viðtali birtist á vefmiðlinum Stundin 31. maí 2015. Hann er hér endurbirtur án mynda, en skjalið með myndum má finna á Viðtal við ÞH á Stundinni]

Undirskriftarsöfnun farið fram úr björtustu vonum, segir Þorkell Helgason prófessor. „Stóru vonbrigðin voru að niðurstöður stjórnlagaráðs hafa algjörlega dagað uppi.“

Fréttir

  1. maí 2015, kl. 18:15

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

ingibjorg@stundin.is

Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í … lesa áfram »

May 22 15

Markaðsleiðir á makrílmiðum

Höfundur: Þorkell Helgason

10847760_1128855037141763_6983226866699116857_o

Sýnimyndir með erindi Þorkels Helgasonar á  þessum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
21. maí 2015 á Grand hótel í Reykjavík, er að finna hér sem pdf-skjal: ÞHMarkaður á makrílmiðum birt. (Glæra 10 hefur verið lítillega lagfærð.)… lesa áfram »

May 6 15

Kvótakerfið er gott – en byggt á siðferðilegum sandi

Höfundur: Þorkell Helgason
Kvótakerfið er gott - en byggt á siðferðilegum sandi
ÞORKELL HELGASON SKRIFAR

Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og veiðum úr fiskistofnun. Takmörkun á afla getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar virðast orðnir sammála um að skilvirkasta kerfið er kvótakerfi. Hagkvæmnin í veiðunum er best tryggð með því að kvótarnir séu eins og hver önnur aðföng, t.d. olía og veiðarfæri, sem afla má á markaði allt eftir því sem

lesa áfram »
Mar 16 15

Um “fisk og evru”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Viðbót 19. mars 2015: Lesendabréf mitt um fiskinn og evruna var birt skjótt og óstytt í Süddeutsche Zeitung í dag – við hliðina á mynd af páfanum! Sjá sá SZ Forum 19.03.15 og hér fyrir neðan, úrklippt. Fyrirsögnin er að vísu á þeirra ábyrgð en tekin upp úr mínum texta. ]]

Hið undarlega bréf utanríkisráðherra til kæra Edgars og kæra Hr. Hahn um þá stefnu ríkisstjórnarinnar um „að stöðva aðildarviðræðurnar [við Evrópusambandið] að fullu“ hefur verið til umræðu í erlendum fjölmiðlum og ekki síst í Þýskalandi þar sem ég held mig oft. Þannig var ítarleg ritstjórnargrein í aðalblaði Suður-Þýskalands, … lesa áfram »

Sep 6 12

Vilt þú að náttúruauðlindir verði þjóðareign?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 5. september 2012.]

Hinn 20. október n.k. verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Auk almennrar spurningar um grundvöllinn verður spurt um afstöðu til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Önnur spurningin, sem lýtur að einu þessara atriða, felst í fyrirsögn þessa pistils en er í heild sinni þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?”

Ekki virðist mikill ágreiningur meðal þjóðarinnar eða stjórnmálaflokkanna um svarið. Flestir virðast vilja stjórnarskrárvarið ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum og eru þá einkum fiskimiðin og orkulindirnar hafðar í huga. En ágreiningur … lesa áfram »

Jun 27 12

Veiðigjald: Hvers vegna að rífast?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 27. júní 2012]

Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að “þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins”. Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að “[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem … lesa áfram »