Skip to content

Færslur í flokknum ‘Framboðið’

Oct 27 10

Nýtum alla þekkingu

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef oft hugleitt hvernig þjóðin getur búið við fámennið og jafnvel fært sér það í nyt. Meginsvarið er að það gerum við best með almennri þátttöku allra, með því nýta okkur allt okkar mannvit. Hefð er fyrir því að sumir, t.d. embættismenn, haldi sig til hlés í þjóðfélagsumræðunni. En höfum við efni á því? Oft er nær öll þekking eða vitneskja um einstök málefni hjá þröngum hópi manna. Verða þeir ekki að deila viti sínu með okkur hinum?

Hugsanir sem þessar fóru í gegnum kollinn á mér þegar ég var að ígrunda framboð mitt til stjórnalagþings. Ég tel mig … lesa áfram »

Oct 22 10

Stjórnarskráin í stórsókn

Höfundur: Þorkell Helgason

Stórmerkur fundur var haldinn í Stjórnarskrárfélaginu kvöldið 20. október. Fundarmenn voru um hundrað talsins, þar af nær fimmtíu frambjóðendur sem allir fluttu ávörp. Konur voru áberandi margar í þessum hópi, allt að helmingur.

Það er bersýnilega góður hópur af fólki sem býður sig fram af heilum huga.
Mikill einhugur virtist um helstu stefnumál. Eftirfarandi er samantekt mín á þeim stefnumálum sem fengu umfjöllun og stuðning, í flestum tilvikum hjá miklum meirihluta þessara frambjóðenda. Atriðin eru hér upptalin í eins konar efnisröð:

Stjórnarskráin á að vera þjóðarsáttmáli, en sú hugsun var á margra vörum.
Allt vald komi frá þjóðinni sem … lesa áfram »

Oct 20 10

Kosningin til stjórnlagaþings í hnotskurn

Höfundur: Þorkell Helgason

Fjöldi fulltrúa: Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Meira en 500 frambjóðendur eru í boði. Kosnir verða a.m.k. 25 fulltrúar sem kann að fjölga í 31 til  að jafna kynjahlutföllin.
Auðkennistala: Hverjum frambjóðanda verður úthlutað sérstakri fjögurra stafa auðkennistölu. Kjósendur skulu færa þessar auðkennistölur á sjálfan kjörseðilinn sem hefur rúm fyrir 25 slíkar tölur.
Prufukjörseðill: Upplýsingum um frambjóðendur og auðkennistölur þeirra verður dreift í hús ásamt prufukjörseðli.
Forgangsröðun: Kjósandinn velur sér allt að 25 frambjóðendur og raðar þeim í forgangsröð á kjörseðlinum. Efst setur hann auðkennistölu þess sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, síðan auðkennistölu þess sem … lesa áfram »

Oct 17 10

Stjórnarskráin sem vörn gegn græðgi og afglöpum

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Þinginu er ætlað að hefja störf um miðjan febrúar á næsta ári. Alþingi hefur glímt við það í 66 ár að móta lýðveldinu heilsteypta stjórnarskrá en án umtalsverðs árangurs. Stjórnlagaþing er því mikilvægt nýmæli til að koma málinu í höfn. Brýnt er að þjóðin grípi tækifærið og láti sig það sem framundan er miklu varða, þjóðfundinn, kosninguna til stjórnlagaþings og síðan þinghaldið sjálft.

Er þörf á endurbættri stjórnarskrá? Svo er vissulega þótt núverandi stjórnarskrá sé að grunni til gott skjal enda mótað af frelsisanda nítjándu aldar. En hún hefur hvorki verið vörn gegn græðgi … lesa áfram »

Oct 17 10

Kjósum til stjórnlagaþings!

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnlagaþing verður haldið snemma á næsta ári. Það kemur saman í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (Páls-nefndarinnar) og skýrslu þingmannanefndar (Atla-nefndarinnar) og umfangsmikilla tillagna hennar um umbætur í stjórnkerfinu. Að auki verður búið að halda þjóðfund til undirbúnings þinginu. Stjórnlagaþingið mun því reka smiðshöggið á þetta umbóta- og uppgjörsferli með því að gera tillögur um endurbætur á sjálfri stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En stjórnlagaþingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.

Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram … lesa áfram »

Oct 17 10

Þorkell Helgason býður sig fram til stjórnlagaþings

Höfundur: Þorkell Helgason

Fréttatilkynning send á fjölmiðla 13. október s.l.

„Stjórnarskrá sé vörn gegn græðgi og afglöpum“

Þorkell Helgason stærðfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér við kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember en hlutverk þingsins er að gera tillögu um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þorkell hefur starfað sem háskólakennari og við opinbera stjórnsýslu. Hann hefur mikla þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum sem koma við sögu við endurgerð stjórnarskrárinnar. Má einkum benda á sérþekkingu hans í kosningafræðum en í þeim efnum er hann helsti sérfræðingur landsins. Nú er einmitt kallað á nýjar leiðir þar sem kjósendur fái meira að segja um … lesa áfram »

Aug 21 10

Tilboðsleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar

Höfundur: Þorkell Helgason

Að ósk formanns Starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórnun, Guðbjarts Hannessonar alþm., reifum við í greinargerð þessari leið um breytt fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem grundvallast á hugmynd um innköllun aflahlutdeilda og endurúthlutun þeirra að stærstum hluta en endurráðstöfun þess sem inn er kallað á opinberum tilboðsmarkaði.

Okkur er ekki ætlað það pólitíska hlutverk að velja leið og munum því að mjög litlu leyti bera þessa grunnleið saman við hugsanlegar aðrar leiðir. Á hinn bóginn reifum við möguleg afbrigði af grunnleiðinni m.a. með vísan til kosta hennar og galla.

Ekki eru gerðar tillögur um lagabreytingar á þessu stigi enda þarf fyrst … lesa áfram »